Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum verða raunir íslenska landsliðsins handbolta að sjálfsögðu fyrirferðarmiklar en fimm leikmenn liðsins hafa nú greinst með kórónuveiruna.

 Í morgun bættust þeir Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson í hópinn.

Þá verður rætt við sóttvarnalækni sem segir að tvíbólusett börn muni mögulega sleppa við að fara í sóttkví en í skoðun er að breyta þeim reglum.

Einnig verður rætt við framkvæmdastjóra N1 en fyrirtækið hefur verið harðlega gagnrýnt síðustu daga. Framkvæmdastjórinn hafnar því alfarið að viðskiptavinir séu beittir blekkingum í tengslum við þrautavaraleið á sölu raforku.

Að endingu verður rætt við nokkra eldhressa stuðningsmenn strákanna okkar sem skelltu sér til Búdapest í morgun til að hvetja liðið áfram í Danaleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×