Viðskipti innlent

Ólafur Teitur stýrir sam­skipta- og kynningar­málum Car­b­fix

Atli Ísleifsson skrifar
Ólafur Teitur Guðnason.
Ólafur Teitur Guðnason. Carbfix

Ólafur Teitur Guðnason hefur verið ráðinn til að stýra samskiptum og kynningarmálum Carbfix.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá OR, en Innherji greindi frá því fyrr í dag að Ólafur Teitur myndi hefja störf hjá fyrirtækinu í mars. 

Ólafur Teitur er stjórnmálafræðingur og hefur undanfarin fimm ár verið aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur þegar hún gegndi embætti ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 

„Hann var þar áður framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto á Íslandi, fjölmiðlafulltrúi Straums-Burðaráss og fréttamaður í um áratug, m.a. á RÚV og Viðskiptablaðinu. Ólafur Teitur tekur til starfa hjá Carbfix í byrjun mars,“ segir í tilkynningunni. 

Haft er eftir Ólafi Teiti að Carbfix sé að hans mati eitt mest spennandi fyrirtæki landsins um þessar mundir. „Ég hlakka virkilega til að ganga til liðs við öflugt teymi fyrirtækisins og taka þátt í þeim tímamótaverkefnum á sviði föngunar og varanlegrar kolefnisbindingar sem fyrirtækið vinnur að í þágu loftslagsins," segir Ólafur Teitur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×