Körfubolti

LeBron dró vagninn í fjórða sigri Lakers í röð

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
LeBron James var í banastuði í fjórða sigri Lakers í röð í nótt.
LeBron James var í banastuði í fjórða sigri Lakers í röð í nótt. Meg Oliphant/Getty Images

NBA-deildin í körfubolta bauð upp á níu leiki í nótt. LeBron James var atkvæðamestur Los Angeles Lakers-manna er liðið vann 134-118 sigur á Atlanta Hawks og hefur nú unnið fjóra leiki í röð.

Leikurinn var jafn og spennandi framan af og eftir fyrsta leikhluta leiddu heimamenn í Lakers með sex stigum, áður en gestirnir náðu að minnka í þrjú fyrir hálfleik.

Lakers tók svo öll völd í upphafi síðari hálfleiks og náði 14 stiga forskoti fyrir lokaleikhlutann. Liðið jók svo forskot sitt lítillega fyrir leikslok og vann að lokum góðan 16 stiga sigur, 134-118.

Eins og áður segir var LeBron James atkvæðamestur í liði Lakers, en hann skoraði 32 stig, tók átta fráköst og gaf níu stoðsendingar ásamt því að stela boltanum fjórum sinnum og verja eins og þrjú skot andstæðinganna. Í liði Atlanta var það Trae Young sem var líflegastur með 25 stig, níu fráköst og 14 stoðsendingar.

Þá vann Mailwaukee Bucks 12 stiga sigur er liðið heimsótti Brooklyn Nets, 121-109. Þrátt fyrir að sigurinn hafi ekki verið stærri var hann í raun aldrei í hættu. Liðið tók forystuna strax í sinni fyrstu sókn og lét hana aldrei af hendi eftir það.

Giannis Antetokounmpo var stigahæstur í liði Milwaukee með 31 stig, en hann tók einnig sjö fráköst og gaf níu stoðsendingar. Í liði Brooklyn var Kevin Durant atkvæðamestur með 29 stig, nú fráköst og sjö stoðsendingar.

Úrslit næturinnar

San Antonio Spurs 100-119 Philadelphia 76ers

Milwaukee Bucks 121-109 Brooklyn Nets

Utah Jazz 108-122 Toronto Raptors

Washington Wizards 122-130 Chicago Bulls

Dallas Mavericks 130-106 Houston Rockets

Minnesota Timberwolves 135-105 Oklahoma City Thunder

Sacramento Kings 111-121 Denver Nuggets

Atlanta Hawks 118-134 Los Angeles Lakers

Cleveland Cavaliers 114-101 Portland Trailblazers

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.