Viðskipti innlent

Sig­ríður frá Fræðslu­mið­stöð at­vinnu­lífsins til Lands­bankans

Eiður Þór Árnason skrifar
Sigríður Guðmundsdóttir starfar nú sem framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.
Sigríður Guðmundsdóttir starfar nú sem framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Aðsend

Sigríður Guðmundsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem mannauðsstjóri Landsbankans. Hún tekur við af Baldri Gísla Jónssyni í byrjun febrúar en hann hefur gegnt stöðunni undanfarin ellefu ár.

Sigríður hefur um fimmtán ára reynslu af mannauðsstjórnun og starfaði sem mannauðsstjóri Eimskips á árunum 2017 til 2020. Áður var hún mannauðsráðgjafi hjá félaginu og verkefnastjóri starfsþróunar. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbankanum en Sigríður hefur einnig starfað sem ráðgjafi hjá Attentus en í dag starfar hún sem framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Sigríður er með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands. Hún hefur lokið námi í stjórnendamarkþjálfun (e. executive coaching) frá Háskólanum í Reykjavík, er með diplóma í fræðslustarfi og stjórnun frá Háskóla Íslands og B.Ed.-gráðu frá Háskólanum á Akureyri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×