Innlent

Co­vid-19-sjúk­lingum á Land­spítala fjölgar milli daga

Atli Ísleifsson skrifar
181 starfsmaður Landspítala er nú í einangrun og fækkar um einn milli daga.
181 starfsmaður Landspítala er nú í einangrun og fækkar um einn milli daga. Vísir/Vilhelm

25 sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19 og fjölgar um þrjá milli daga. Fjórtán þeirra eru bólusettir og ellefu óbólusettir.

Á vef Landspítalans segir að sjö séu nú á gjörgæslu og eru fimm þeirra í öndunarvél. Af þeim sjö sem eru á gjörgæslu eru sex óbólusettir og einn bólusettur. Meðalaldur inniliggjandi á Landspítala er nú 54 ár.

Staðan í gær var þannig að átta voru á gjörgæslu og sex í öndunarvél.

7.198 sjúklingar eru í COVID göngudeild spítalans, þar af 1.657 börn.

181 starfsmaður Landspítala er nú í einangrun og fækkar um einn milli daga.

Frá upphafi fjórðu bylgju, 30. júní 2021, hafa verið 273 innlagnir vegna COVID-19 á Landspítala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×