Erlent

Elsta manneskja heims fagnar 119 ára afmælinu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Myndin vinstra megin var tekin þegar Tanaka varð 117 ára en myndin hægra megin árið 1923, þegar hún var tvítug.
Myndin vinstra megin var tekin þegar Tanaka varð 117 ára en myndin hægra megin árið 1923, þegar hún var tvítug.

Kane Tanaka fagnaði afmæli sínu á elliheimili í Japan í gær en hún er elsta manneskja heims, 119 ára að aldri. Tanaka segis staðráðin í að bæta metið á næsta ári.

Tanaka var skráð elsti jarðarbúinn í heimsmetabók Guinness árið 2019 og er einnig elsti Japaninn sem nokkru sinni hefur lifað. 

Hún fæddist árið 1903, sama ár og Wright bræðurnir komu fyrstu flugvélinni á loft og á því herrans ári fór einnig fram fyrsta Tour de France hjólreiðakeppnin. 

Tanaka fæddist sex mánuðum á undan rithöfundinum George Orwell og hefur lifað fimm keisara í Japan. 

Nú er talið að rúmlega 86 þúsund jarðarbúar séu yfir hundrað ára aldri. Þeir hafa þeir aldrei verið fleiri og hefur þeim fjölgað um rúmlega 6.000 á milli ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×