Innlent

Ó­­heimilt að selja gæsina á Face­­book

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Gæs á vappi í höfuðborginni.
Gæs á vappi í höfuðborginni. Vísir/Vilhelm

Matvælastofnun tilkynnti í gær að óheimilt væri að selja og dreifa afurðum gæsa og annarra villtra fugla án leyfis stofnunarinnar. Margir veiðimenn drýgja tekjur með sölu afurðanna en auglýsing á Facebook getur talist til sölu eða dreifingar.

Stofnunin segir í tilkynningu sinni að hún muni, og sé þar að auki skylt, að fylgja eftir auglýsingu um sölu og dreifingu á afurðunum. Ekki er ljóst hvaða afleiðingar salan ólöglega hafi en veiðimönnum er þó heimilt að gefa eða selja fugla í heilu lagi. Þá er skilyrði að fuglinn hafi ekki verið reyttur eða nánar gert að honum.

Ástæðan fyrir undantekningunni er sú að sérhver meðhöndlun á gæs, ef til stendur að dreifa afurðunum eða selja, telst leyfisskyld vinnsla á matvælum. Í tilkynningunni eru tekin dæmi um grafnar gæsa- og andabringur eða kæfur sem gerðar hafa verið úr fuglunum. 

Matvælastofnun varar einnig við því að innbyrða villta fugla sem gert hefur verið að án leyfis:

„Þegar neytt er villibráðar sem hefur verið skotin þarf ávallt að hafa í huga að hætta er á að leifar af skotfærum getur leynst í kjötinu og að blýmengun getur verið til staðar en blý er þungmálmur sem ber að varast,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×