Innlent

Sjö út­köll vegna heimilis­of­beldis yfir há­tíðirnar

Árni Sæberg skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sinnt sjö útköllum vegna heimilisofbeldismála frá Þorláksmessu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sinnt sjö útköllum vegna heimilisofbeldismála frá Þorláksmessu. Vísir/Vilhelm

Frá hádegi á Þorláksmessu til hádegis í dag fór lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í sjö útköll vegna heimilisofbeldis.

Þetta hefur Morgunblaðið eftir Skúla Jónssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir einn hafa verið handtekinn vegna heimilisofbeldismáls og annan vera eftirlýstan vegna máls sem upp kom í gær. Sá hafi verið horfinn á brott þegar lögregla kom á vettvang.

Jafnframt var farið í ellefu útköll vegna ágrein­ings skyldra eða tengdra aðila. Í einu þeirra var einn handtekinn fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×