Stríðsmennirnir og Sólirnar mætast í jólauppgjöri bestu liða NBA-deildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. desember 2021 12:00 Golden State Warriors og Phoenix Suns mætast í NBA-deildinni í kvöld. Ezra Shaw/Getty Images Golden State Warriors og Phoenix Suns eru liðin með besta árangur tímabilsins hingað til í NBA-deildinni í körfubolta. Liðin sitja í fyrsta og öðru sæti Vesturdeildarinnar, en þau mætast einmitt í Phoenix í kvöld. Goldes State Warriors situr í öðru sæti Vesturdeildarinnar með rúmlega 81 prósent sigurhlutfall (26 sigrar og sex töp), en Phoenix Suns trónir á toppnum með tæplega 84 prósent sigurhlutfall (26 sigrar og fimm töp) en hefur leikið einum leik minna. Warriors eru að leika á jóladag níunda árið í röð, en Suns, sem fór alla leið í úrslit á seinasta tímabili, fékk frí á jólunum í fyrra. Leikmenn Warriors fengu rassskellingu á jóladag í fyrr þegar liðið heimsótti Milwaukee Bucks þar sem liðið tapaði með 39 stigum, 138-99. Steve Kerr, þjálfari liðsins, segist ekki vera hoppandi kátur með það að þurfa að vera á ferðalagi önnur jólin í röð Steve Kerr vill að lið þurfi ekki að spila á útivelli á jóladag tvö ár í röð.Ezra Shaw/Getty Images „Yfirleitt líkar mér það að spila á jólunum, það er spennandi,“ sagði Kerr fyrir sigur liðsins gegn Memphis Grizzlies á Þorláksmessu. „Ég elska að spila á heimavelli á jólunum. Þá geturðu átt góðan fjölskyldudag á jóladagsmorgun með krökkunum og farið svo upp í höll seinni partinn. Það er erfitt að vera á ferðalagi yfir jólin, en það er hluti af því að vera í NBA-deildinni.“ „Það er heiður að spila um jólin. Þetta er sýning og það eru allir að horfa. En mér finnst að það eigi að vera regla sem segir að lið þurfi ekki að spila útileiki á jóladag tvö ár í röð.“ Bæði lið hafa unnið á heimavelli Bæði lið eru á góðri siglingu í deildinni. Suns hefur unnið fimm leiki í röð, en gengi liðsins á heimavelli hefur verið enn betra þar sem að liðið hefur unnið seinustu 15 leiki á heimavelli. Þá hefur Golden State Warriors unnið fimm af seinustu sex leikjum sínum. Leikurinn í kvöld verður þriðja viðureign liðana á tímabilinu. Þann 30. nóvember vann Phoenix átta stiga heimasigur, 104-96, þar sem Deandre Ayton og Chris Paul skiluðu báðir tvöfaldri tvennu. Ayton skoraði 24 stig og tók 11 fráköst og Paul skoraði 15 og tók einnig 11 fráköst. Þremur dögum síðar náðu liðsmenn Golden State Warriors fram hefndum með 22 stiga sigri á sínum heimavelli, 118-96, þar sem að Stephen Curry var atkvæðamestur í liði heimamanna með 23 stig. Veiran setur strik í reikninginn en stærstu nöfnin verða með Nú mætast liðin hins vegar undir öðrum kringumstæðum. Golden State Warriors verður án tveggja lykilmanna vegna kórónuveirufaraldursins. Jordan Poole, sem skoraði 28 stig í tapinu gegn Phoenix, verður ekki með, ekki frekar en Andrew Wiggins, sem skilaði 19 stigum í sigri liðsins á heimavelli. Devin Booker verður með Phoenix Suns í þetta sinn.Christian Petersen/Getty Images Stigahæsti leikmaður Phoenix Suns á tímabilinu, Devin Booker, verður hins vegar með liðinu í þetta sinn. Booker tognaði í læri í öðrum leikhluta fyrri viðureignar liðanna í lok nóvember og missti þar af leiðandi af næstu sjö leikjum. Þar á meðal tapinu á útivelli þremur dögum síðar. Frammistaða Booker eftir meiðslin hefur farið stigvaxandi. Hann hefur leikið þrjá leiki eftir að hann kom til baka eftir meiðslin og skoraði í þeim 16, 24 og að lokum 30 stig er liðið lagði Oklahoma City Thunder á Þorláksmessu, 113-101. Viðureign Phoenix Suns og Golden State Warriors verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2, en útsendingin hefst klukkan 21:55. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Sjá meira
Goldes State Warriors situr í öðru sæti Vesturdeildarinnar með rúmlega 81 prósent sigurhlutfall (26 sigrar og sex töp), en Phoenix Suns trónir á toppnum með tæplega 84 prósent sigurhlutfall (26 sigrar og fimm töp) en hefur leikið einum leik minna. Warriors eru að leika á jóladag níunda árið í röð, en Suns, sem fór alla leið í úrslit á seinasta tímabili, fékk frí á jólunum í fyrra. Leikmenn Warriors fengu rassskellingu á jóladag í fyrr þegar liðið heimsótti Milwaukee Bucks þar sem liðið tapaði með 39 stigum, 138-99. Steve Kerr, þjálfari liðsins, segist ekki vera hoppandi kátur með það að þurfa að vera á ferðalagi önnur jólin í röð Steve Kerr vill að lið þurfi ekki að spila á útivelli á jóladag tvö ár í röð.Ezra Shaw/Getty Images „Yfirleitt líkar mér það að spila á jólunum, það er spennandi,“ sagði Kerr fyrir sigur liðsins gegn Memphis Grizzlies á Þorláksmessu. „Ég elska að spila á heimavelli á jólunum. Þá geturðu átt góðan fjölskyldudag á jóladagsmorgun með krökkunum og farið svo upp í höll seinni partinn. Það er erfitt að vera á ferðalagi yfir jólin, en það er hluti af því að vera í NBA-deildinni.“ „Það er heiður að spila um jólin. Þetta er sýning og það eru allir að horfa. En mér finnst að það eigi að vera regla sem segir að lið þurfi ekki að spila útileiki á jóladag tvö ár í röð.“ Bæði lið hafa unnið á heimavelli Bæði lið eru á góðri siglingu í deildinni. Suns hefur unnið fimm leiki í röð, en gengi liðsins á heimavelli hefur verið enn betra þar sem að liðið hefur unnið seinustu 15 leiki á heimavelli. Þá hefur Golden State Warriors unnið fimm af seinustu sex leikjum sínum. Leikurinn í kvöld verður þriðja viðureign liðana á tímabilinu. Þann 30. nóvember vann Phoenix átta stiga heimasigur, 104-96, þar sem Deandre Ayton og Chris Paul skiluðu báðir tvöfaldri tvennu. Ayton skoraði 24 stig og tók 11 fráköst og Paul skoraði 15 og tók einnig 11 fráköst. Þremur dögum síðar náðu liðsmenn Golden State Warriors fram hefndum með 22 stiga sigri á sínum heimavelli, 118-96, þar sem að Stephen Curry var atkvæðamestur í liði heimamanna með 23 stig. Veiran setur strik í reikninginn en stærstu nöfnin verða með Nú mætast liðin hins vegar undir öðrum kringumstæðum. Golden State Warriors verður án tveggja lykilmanna vegna kórónuveirufaraldursins. Jordan Poole, sem skoraði 28 stig í tapinu gegn Phoenix, verður ekki með, ekki frekar en Andrew Wiggins, sem skilaði 19 stigum í sigri liðsins á heimavelli. Devin Booker verður með Phoenix Suns í þetta sinn.Christian Petersen/Getty Images Stigahæsti leikmaður Phoenix Suns á tímabilinu, Devin Booker, verður hins vegar með liðinu í þetta sinn. Booker tognaði í læri í öðrum leikhluta fyrri viðureignar liðanna í lok nóvember og missti þar af leiðandi af næstu sjö leikjum. Þar á meðal tapinu á útivelli þremur dögum síðar. Frammistaða Booker eftir meiðslin hefur farið stigvaxandi. Hann hefur leikið þrjá leiki eftir að hann kom til baka eftir meiðslin og skoraði í þeim 16, 24 og að lokum 30 stig er liðið lagði Oklahoma City Thunder á Þorláksmessu, 113-101. Viðureign Phoenix Suns og Golden State Warriors verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2, en útsendingin hefst klukkan 21:55. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Sjá meira