Jól

Svona gerir þú piparkökuhúsið úr Blindum bakstri

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Eva Laufey Kjaran lét Bassa Maraj og Birnu Maríu Másdóttur gera piparkökuhús í fyrri jólaþættinum af Blindum bakstri. Næsti þáttur er sýndur á sunnudag.
Eva Laufey Kjaran lét Bassa Maraj og Birnu Maríu Másdóttur gera piparkökuhús í fyrri jólaþættinum af Blindum bakstri. Næsti þáttur er sýndur á sunnudag. Stöð 2

Blindur bakstur fór af stað á sunnudag og fyrstu tveir þættirnir verða sérstakir jólaþættir. Í fyrri þættinum var bakað piparkökuhús og á næsta sunnudag kemur svo í ljós hvað keppendur þurfa að baka í seinni þættinum. 

Hér fyrir neðan má sjá uppskriftina af piparkökuhúsinu sem Eva Laufey Kjaran lét Bassa Maraj og Birnu Maríu Másdóttur baka. 

Aukahlutir sem er gott að eiga

 • Smarties
 • Sykurskraut
 • Rósmarín greinar, ferskar
 • Jólastafir

Uppskrift:

 • 200 g smjör
 • 200 g púðursykur
 • 2 dl síróp
 • ½ tsk engifer
 • 2 msk kanill
 • 1 tsk negull
 • 1 msk matarsódi
 • 1 stórt egg
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • 750 g hveiti
Piparkökuhúsið sem Eva Laufey bakaði í þættinum um helgina.Stöð 2

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 180°C (blástur).
 2. Setjið sykur, smjör, síróp, kanil, negul, matarsóda og lyftiduft í pott og blandið vel saman þar til suðan kemur upp.
 3. Færið pottinn af hellunni og bætið eggi og hveiti út í.
 4. Hellið deiginu á borðflöt og það er ekki verra að setja smá hveiti undir, hnoðið deigið og fletjið út.
 5. Skerið út hús í þeirri stærð sem þið viljið (það er hægt að finna ýmis snið að húsum á netinu)
 6. Setjið húsin eða fígúrur á pappírsklædda ofnplötu og bakið við 180°C í 12 mínútur. Kælið áður en þið færið af plötunni.

Glassúr:

 • 3 eggjahvítur
 • 3 bollar flórsykur
 • ½ tsk sítrónusafi

Aðferð:

 • Þeytið eggjahvítur þar til byrjar að freyða í skálinni.
 • Bætið flórsykrinum saman og þeytið þar til kremið er stífþeytt. Bætið sítrónusafanum saman við í lokin.
 • Setjið glassúrinn gjarnan í sprautupoka og sprautið á kökurnar.

Tengdar fréttir

Marengstoppar með þristabitum – einfaldlega lostæti!

Eva Laufey Kjaran matgæðingur og fjölmiðlakona gaf út nýja bók á dögunum, Bakað með Evu. Í næstu viku fer hún svo aftur af stað með nýja þáttaröð af matreiðsluþáttunum Blindur bakstur.

Bölvað ves á Bassa í des

Í gærkvöldi fór í loftið jólaútgáfa af Blindum bakstri þar sem Eva Laufey fær til sín skemmtilega gesti næstu tvö sunnudagskvöld.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.