Viðskipti innlent

Flugvélar Play með besta nýja útlit ársins

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Dómnefndin var ánægð með rauða litinn.
Dómnefndin var ánægð með rauða litinn. Vísir/Vilhelm.

Útlit flugvéla flugfélagsins Play hlaut verðlaun TheDesignAir fyrir besta nýja útlit ársins í flugheiminum.

Árlega verðlaunar TheDesignAir flugfélög fyrir eftirtektarverða hönnun og eru flokkarnir margvíslegar. Má þar nefna bestu nýju einkennisbúningana, það vörumerki sem hefur bætt sig mest á árinu sem og besta nýja útlit á flugvélum.

Í umsögn dómnefndar segir að útlit flugvélanna sé djarft. Einföld en áhrifarík hönnunin skeri flugfélagið út frá öðrum flugfélögum. Þá segir einnig að á tímum þar sem flestar flugvélar séu málaðar hvítar hafi hönnun útlits flugvéla Play vakið athygli dómnefndar.

„Við erum virkilega stolt af þessari viðurkenningu. Útlit flugvélanna hefur fengið góðar viðtökur og er eftir þeim tekið hvar sem þær koma við. “ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play um verðlaunin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×