Erlent

Margir starfs­­menn Land­s­sjúkra­hússins í Fær­eyjum með Co­vid-19

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Landssjúkrahúsið í Færeyjum.
Landssjúkrahúsið í Færeyjum. Mynd/Landssjúkrahúsið í Færeyjum.

Að minnsta kosti 25 starfsmenn á skurðdeildum Landssjúkrahússins í Færeyjum hafa greinst með kórónuveiruna. Búið er að staðfesta að sumir þeirra hafi sýkst af omíkron-afbrigðinu.

Færeyskir fjölmiðlar greina frá en í frétt Dimmalættings segir að vegna fjölda smitaðra starfsmanna hafi þurft að fresta öllum aðgerðum sem ekki eru áríðandi eða lífsnauðsynlegar.

Í frétt færeyska Kringvarpsins segir að yfirmenn sjúkrahússins hafi ekki haft tíma til að tjá sig nánar um málið við fréttamenn þar sem mikilvægt væri að nýta tímann til að endurskipuleggja starfsemina og vaktir svo að smit breiðist ekki enn frekar út á meðal starfsmanna.

Starfsfólk á öðrum stofnunum hefur verið kallaðir til aðstoðar og sjúklingar á spítalanum hafa verið skimaðir fyrir Covid.

649 eru nú í einangrun vegna Covid-19 í Færeyjum, þar af tíu sem liggja inni á sjúkrahúsum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×