Atvinnulíf

Óheiðarlega fólkið í vinnunni og þrjú góð ráð

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Við eignumst oft frábæra vini í vinnunni. En því miður leynast svartir sauðir í þessum hópum sem annars staðar. Til dæmis fólk sem þú ættir ekki að treysta.
Við eignumst oft frábæra vini í vinnunni. En því miður leynast svartir sauðir í þessum hópum sem annars staðar. Til dæmis fólk sem þú ættir ekki að treysta. Vísir/Getty

Að vita hverjir eru traustsins verðir og hverjir ekki, er ekkert alltaf svo sýnilegt á vinnustöðum. Sérstaklega ef að við þekkjum lítið til, erum til dæmis á nýjum vinnustað eða í aukavinnu með námi eða annarri vinnu.

En hér eru þrjú einföld ráð sem geta hjálpað okkur að meta hvaða vinnufélagar eru traustsins verðir og hverjir ekki.

1. Orðspor og upplifun

Ein leiðin er að hlusta vel eftir því hvert orðspor vinnufélagsins er. Er það jákvætt? Því ef svo er, eru allar líkur á því að orðsporið sé jákvætt vegna þess að viðkomandi telst duglegur og samviskusamur til vinnu.

Eins er hægt að velta því fyrir sér hvernig þú upplifir viðkomandi: Er upplifunin sú að viðkomandi sé duglegur, samviskusamur og vandvirkur? Eða virðist viðkomandi kærulaus, latur og gjarn á að gera mistök?

2. Hrós og skammir

Önnur vísbending er að vera vakandi yfir samskiptum sem fela í sér hrós eða viðurkenningu á mistökum. 

Ef að viðkomandi er virkur í að hrósa öðrum fyrir góðan árangur eða ófeiminn við að viðurkenna á sjálfan sig mistök, séu þau gerð, er líklegt að þú getir vel treyst viðkomandi.

Fólk sem á erfitt með að hrósa eða samgleðjast árangri annarra, á það til að eigna sér árangur annarra eða kennir öðrum oftast um sín eigin mistök, er síður traustsins vert.

3. Hvernig talar þetta fólk um annað fólk?

Síðast en ekki síst er það gamla góða ráðið um að hlusta alltaf vel á það hvort fólk baktalar annað fólk í þinni áheyrn.

Því ef það baktalar annað fólk, eru allar líkur á að það baktali þig þegar þú ert ekki nærri.

Hér er lykilatriðið að taka aldrei þátt í baktalinu og að treysta viðkomandi ekki fyrir neinum viðkvæmum upplýsingum um þig, verkefnin þín eða annað.


Tengdar fréttir

Þegar snobbaðir vinnufélagar fara í taugarnar á þér

Það er með ólíkindum hvernig hugurinn getur fengið okkur til að eyða orku að óþörfu. Mjög oft þá að láta eitthvað í fari annarra fara óskaplega í taugarnar á okkur. Til dæmis þeirra snobb.

Um yfirmanninn sem truflar mann stöðugt

Það getur verið erfitt að eiga samstarfsfélaga sem trufla mann mikið við vinnu. En þegar það er yfirmaðurinn sem er stanslaust að trufla, geta málin virst nokkuð flóknari að takast á við. Því hvernig er hægt að biðja yfirmanninn um að hætta, eða draga úr því, að trufla svona mikið?

Fimm algengustu ástæður þess að fólk segir upp og hættir

Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum segja 71% starfsfólks, að það myndi frekar kjósa lægri laun en að vera í starfi sem það væri óánægt í. Þá sýna rannsóknir að algengustu ástæður þess að fólk segir upp og hættir í starfi, eru ekki laun, heldur ýmiss önnur atriði.  





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×