Jól

Jóla­­­molar: Alveg til í að fara á saka­skrá fyrir það að kveikja í jóla­geitinni

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Steinunn Ólína er þessa dagana á fullu að æfa fyrir jólasýningu Þjóðleikshússins sem frumsýnd verður á annan í jólum.
Steinunn Ólína er þessa dagana á fullu að æfa fyrir jólasýningu Þjóðleikshússins sem frumsýnd verður á annan í jólum. Vísir/Vilhelm

Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist vera meiri Grinch en fólk heldur. Hún geti aftur á móti nýtt sér leiklistina til þess að finna jólabarnið innra með sér. Þessa dagana er hún á fullu að æfa fyrir jólasýningu Þjóðleikhússins, Framúrskarandi vinkona, sem frumsýnd verður á annan í jólum.

Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna jólaskap.

Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch?

„Ég er meiri Grinch en margan grunar en ég er leikkona og því leik ég Elf flest jól.“

Hver er þín uppáhalds jólaminning?

„Jól í New York þar sem ég var full eftirvæntingar að sjá dvergasirkussýningu þann 24. desember. Dvergarnir reyndust síðan ekki hafa fengið landvistarleyfi en í staðinn sá ég sirkuslistamann jöggla með ketti, nokkuð sem ég gleymi seint.“

Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið?

„Þegar ég fékk köttinn minn hann Rúfus sem fylgir okkur enn.“

Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið?

„Mér finnst gaman að fá gjafir og þykir vænt um þær allar.“

Hver er uppáhalds jólahefðin þín?

„Ég held ekki stíft í neinar hefðir. Ég reyni fremur að skapa nýjar með mínu fólki. Í ár ætlum við fjölskyldan til dæmis að reyna að kveikja í IKEA jólageitinni. Ég er alveg til í að rata á sakaskrá fyrir það.“

Hvað er uppáhalds jólalagið þitt?

„Ef ég nenni með Helga Björns. Ekki vegna þess að mér finnist lagið gott, heldur vegna þess að það var svo gaman að hlusta á það og spila það viðstöðulaust þegar við Soffía vinkona vorum að pakka vörum á ónefndum lager hér í borg ein jólin.“

Hver er þín uppáhalds jólamynd?

„Réttlætisriddararnir með Mads Mikkelsen.“

Hvað borðar þú á aðfangadag?

„Ég er ekki enn búin að ákveða það.“

Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér?

„Kát börn.“

Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin?

„Við erum að æfa í jólasýningu Þjóðleikhússins. Það er alltaf hátíðlegt og gaman að frumsýna á annan í jólum.“

„Ég vona bara að flestir hafi það gott um jólin og eigi notalegar stundir með vinum og fjölskyldu.“

Tengdar fréttir

Jóla­­­molar: Pizza­ofn efstur á ó­ska­listanum

Athafnakonan og áhrifavaldurinn Birgitta Líf Björnsdóttir ætlar að verja jólunum erlendis í sólinni með fjölskyldu sinni. Hún segir jólin fyrst og fremst snúast um samverustundir með fjölskyldunni og að þá skipti staðsetningin litlu máli.

Jóla­molar: Christ­mas Vacation fastur liður á hverju ári

Það er óhætt að segja að Sigga Beinteins sé ein ástsælasta söngkona landsins og eru jólatónleikar hennar, Á hátíðlegum nótum, orðnir að hefð hjá mörgum í aðdraganda jólanna. Tónleikarnir í ár fara fram í Eldborgarsal Hörpu dagana 3. og 4. desember, þar sem Sigga mun syngja inn jólin ásamt stórskotaliði söngvara. Hér ætlum við hins vegar að komast að því hvað það er sem kemur sjálfri Siggu Beinteins í jólaskapið.

Jóla­molar: Svört rós frá kærastanum eftir­minni­legasta jóla­gjöfin

Það er óhætt að fullyrða að hver einasti Íslendingur hafi einhvern tímann sungið með jólalaginu Ég hlakka svo til. Lag sem sungið var af hinni ellefu ára gömlu Svölu Björgvins í þættinum Jólaboð afa árið 1998. Í dag er hún ein skærasta stjarna okkar Íslendinga. Svala segist vera mikið jólabarn en fyrir henni snúast jólin frekar um að gefa en þiggja.

Jóla­molar: Losnuðu úr sótt­kví korter í jól og fjöl­skyldan brunaði af stað

Söngkonan og áhrifavaldurinn Camilla Rut, betur þekkt sem Camy, er mikið jólabarn. Hún og eiginmaður hennar, Rafn Hlíðkvist, hafa haldið vinsæla jólatónleika síðustu ár en árið 2019 fylltu þau Gamla bíó. Camilla segir jólin fyrst og fremst snúast um að skapa minningar með börnunum og finnst henni fátt dýrmætara en að upplifa jólin í gegnum drengina sína tvo.








×