Innherji

Fimm milljarða króna innflæði í hlutabréfasjóði og blandaða í október

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Nær samfellt innflæði hefur verið í hlutabréfasjóði og blandaða sjóði frá vori ársins 2020.
Nær samfellt innflæði hefur verið í hlutabréfasjóði og blandaða sjóði frá vori ársins 2020. VÍSIR/VILHELM

Nettó innflæði í hlutabréfasjóði og blandaða sjóði nam tæplega 5 milljörðum króna í október. Ef litið er aftur til áramóta hefur nettó innflæði í sjóði af þessari gerð numið ríflega 50 milljörðum. Þetta kemur fram í nýjum tölum Seðlabanka Íslands.

Sundurliðun á tölunum sýnir að innflæði hlutabréfasjóði nam 3 milljörðum króna í október og innflæði í blandaða sjóði 1,9 milljörðum. Nær samfellt innflæði hefur verið í hlutabréfasjóði og blandaða sjóði frá vori ársins 2020.

Þá nam innflæði í skuldabréfasjóði 8 milljörðum króna í október. Nettó innflæði frá áramótum nemur tæplega 35 milljörðum króna. 

Úrvalsvísitalan hafði lækkað um 2,5 prósent þegar Kauphöllinni var lokað í dag. Lækkunin í Kauphöllinni er í takt við lækkanir á hlutabréfamörkuðum um allan heim en þær endurspegla áhyggjur fjárfesta af nýju afbrigði kórónuveirunnar.


Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.


Tengdar fréttir

Rauður föstudagur á mörkuðum vestanhafs

Hlutabréfamarkaðir voru rauðglóandi við opnun vestanhafs á þessum svarta föstudegi. Úrvalsvísitalan Dow Jones lækkaði um 900 stig eða 2,5 prósent eftir opnun. Sambærilega sögu er að segja af vísitölum S&P og Nastdaq sem lækkuðu um 1,8 prósent annars vegar og 1,5 prósent hins vegar.

Áhyggjur af nýju afbrigði lita hlutabréf í Kauphöllinni

Úrvalsvísitalan lækkaði um ríflega 2 prósent þegar opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni í dag. Lækkunin í Kauphöllinni er í takt við lækkanir á hlutabréfamörkuðum um allan heim en þær endurspegla áhyggjur fjárfesta af nýju afbrigði kórónuveirunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×