Makamál

Kara Kristel: „Segðu mér svartasta dýpsta leyndar­málið þitt“

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Förðunarfræðingurinn Kara Kristel segir frá því hvaða eiginleikar heilla hana og ekki í viðtalsliðnum Boneorðin 10. 
Förðunarfræðingurinn Kara Kristel segir frá því hvaða eiginleikar heilla hana og ekki í viðtalsliðnum Boneorðin 10. 

Förðunarfræðingurinn Kara Kristel Signýardóttir er ekki þekkt fyrir að sitja á skoðunum sínum og segist hún ekki hrædd við umtal og gagnrýni.

Hún er einhleyp þessa dagana en gefur lítið fyrir stefnumótamarkaðinn á Íslandi. 

„Í fyrsta lagi myndi ég ekki kalla það sem gengur og gerist á Íslandi í ástarmálum, menningu, frekar svona áttunda hlið helvítis.“

Kara Kristel er á stefnumótaforritum en segist sjálf ekki vera með forráð yfir þeim, heldur vinkonur hennar. 

Ertu á einhverjum stefnumótaforritum?

„Það er aðgangur á mínu nafni já, en tvær vinkonur mínar eru með forræðið yfir aðganginum þannig að ég er ekki sjálf að skrolla og „matcha“. Það er mjög gott mál að ég stjórna þessu ekki lengur sjálf því að þetta hefur aldrei endað vel hjá mér sjálfri. Þær láta mig svo vita ef það kemur match við einhvern sem þær halda að ég hafi áhuga á.“

Kara er eins og áður sagði förðunarfræðingur og starfar mikið innan kvikmyndframleiðslu.

„Ég hef unnið bæði í sminki, hári og grafískri/stafrænni hönnun sem og eftirvinnslu.“

Flakkar á milli Borgarness og Reykjavíkur

Sonur Köru er í fyrsta bekk í grunnskóla og er hjá henni aðra hverja viku.

„Þegar hann er hjá mér búum við hjá mömmu minni í Borgarnesi á mjög stóru heimili en þegar það eru pabbavikur þá bý ég með ömmu minni í Reykjavík. Ég hef alveg búið ein en þetta er í raun fullkomið fyrir mig þar sem ég er einhleyp og ég elska fjölskylduna mína.“

Hver er svona þín taktík þegar þú vilt sýna einhverjum áhuga?

„Ég er ekki með neina ákveðna taktík en ef þú myndir spyrja gaurana sem ég hef haft áhuga á myndu þeir segja „mixed signals“…ég veit auðvitað ekkert hvað þeir meina.“

Ertu rómantísk?

„Ég held að ég geti ekki sagt að ég sé mjög rómantísk.“

Draumastefnumótið eða draumamakinn? 

„Draumastefnumótið gæti verið bara ein rauðvínsflaska og segðu mér svartasta dýpsta leyndarmálið þitt við arineld. Eða taka svefntöflu og fara að sofa um níu þannig við bæði fáum að minnsta kosti klukkutíma svefn, það hljómar eins og draumur.“

Þegar kemur að því að sýna einhverjum áhuga segist Kara oft á tíðum hafa heyrt það að hún sendi frá sér misvísandi skilaboð. 

Hér fyrir neðan segir Kara frá því hvað heillar hana og hvað ekki í viðtalsliðnum Boneorðin 10.


ON

  1. Húmor - Ég get ekki vibeað með neinum sem er ekki fyndinn eða reynir að vera fyndinn. Ég er sjálf geggjað fyndin en ég nenni ekki að vera eini skemmtanastjórinn í dæminu, það gengur ekki upp.
  2. Heilbrigði - Að vera meðvitaður um heilsu, þeir gaurar eru elite, þessir sem hugsa vel um sig líkamlega og andlega. Sem fara í sturtu, fara til sálfræðings, hringja í mömmu sína og nota rakakrem.
  3. Einlægni og hreinskilni - Það er ekkert eðlilega hot þegar gaur þorir að vera einlægur í samskiptum og segja bara hvernig honum líður, hvort sem ég vilji heyra það eða ekki.
  4. Pete Davidson orka - Segir sig sjálft? Pete Davidson er örugglega ekki latur og það er enginn gaur með meira game og good vibes en Pete Davidson.
  5. Heimildarmyndir - Ég elska að horfa á heimildarmyndir og flestir í fjölskyldunni minni þola það ekki. Ég þarf einhvern sem nennir að horfa með mér á heimildarmyndir um hvað sem er. Miklu frekar en Lord of The Rings eða eitthvað, jesús.....!

OFF

  1. Samsung símar - Hef sagt það oft í fjölmiðlum áður og mun aldrei hætta að segja það.
  2. Vond lykt - Ég get ekki komið nálægt neinum sem lyktar illa.
  3. Dauðarokk - Er leiðinlegasta tónlist jarðarinnar og ég væri frekar til í að hlusta á þúsund börn grenja á repeat. Þannig að ef gaur er dauðarokks-aðdáandi GOODBYE.
  4. Afskiptasemi - Ef það hefur ekki áhrif á þig eða þitt líf afhverju í fokkanum þarftu að skipta þér af?
  5. Hroki - Mikilmennskubrjálæði og stjórnsemi það er the lowest of the low.

Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófíl Köru hér. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.