Viðskipti innlent

Tekur við starfi sviðs­stjóra sölu- og markaðs­sviðs hjá dk hug­búnaði

Atli Ísleifsson skrifar
Hulda Guðmundsdóttir.
Hulda Guðmundsdóttir. dk

Hulda Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í stöðu sviðsstjóra sölu- og markaðssviðs hjá dk hugbúnaði.

 Í tilkynningu kemur fram að Hulda hafi áður starfað sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar norska tæknifyrirtækisins Itera sem hafi síðastliðin fimm ár verið á lista yfir topp 20 mest nýskapandi fyrirtæki Noregs, þvert á atvinnugreinar. 

„Árið 2019 stofnaði hún ásamt eiginmanni sínum Clarito, sem sérhæfði sig í stjórnun viðskiptatengsla með skýjalausnum frá Microsoft. Frá 2015-2017 var Hulda sölustjóri samstarfsaðila hjá Crayon og frá 2007-2014 starfaði hún hjá Microsoft, lengst af sem sölustjóri lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Hún hefur einnig verið mannauðsstjóri hjá Fjármálaeftirlitinu, yfirmaður markaðsrannsókna hjá Icelandair og deildarstjóri tölfræði hjá Flugmálastjórn.

Hulda er einn af stofnendum VERTOnet, samtaka kvenna í upplýsingatækni, og var meðeigandi að Tækninám.is. Hulda er iðnrekstrarfræðingur, með BSc í alþjóðlegri markaðsfræði frá Tækniháskóla Íslands og MA-diplómu í fræðslu og stjórnun frá HÍ auk þess að vera PCC-vottaður markþjálfi,“ segir í tilkynningunni.

Hjá dk starfa meira en sextíu manns við hugbúnaðargerð og þjónustu en viðskiptavinir fyrirtækisins eru á sjöunda þúsund úr flestum atvinnugreinum. Fyrirtækið var stofnað 1998.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×