Fréttir

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.

Í kvöldfréttum okkar ásamtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö verður rætt við fólk búsett í hinum ýmsu löndum í Evrópu um hvort og hvernig sóttvarnarreglur eru í þeirra heimalöndum.

Þá verður rætt við sérfræðing sem segir fólk hafa verið útskúfað úr samfélaginu eftir óvægna umræðu um kynferðisofbeldi. Dæmi séu um að fólk hafi svipt sig lífi í kjölfarið. 

Við ræðum við formann Landverndar sem varð fyrir vonbrigðum með niðurstöðu loftlagsráðstefnunnar í Glasgow þó ljósir punktar finnist í samningsdrögunum. 

Fáum að skyggnast inn í nýtt Hótel á Austurvelli og förum á söngvakeppni Verslunarskóla Íslands. Vælið. Þetta og ýmislegt fleira á samtengdum rásum okkar klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×