Innlent

Takmörkuð starfsemi á Litla-Hrauni vegna Covid-19 smits

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fangelsið Litla-Hraun við Eyrarbakka.
Fangelsið Litla-Hraun við Eyrarbakka. Vísir/Vilhelm

Komið hefur upp Covid-19 smit meðal starfsmanna í fangelsinu Litla-Hrauni. Nokkur hópur starfsmanna er í sóttkví og ljóst að næstu daga verður starfsemi fangelsisins takmörkuð. Öllum heimsóknum gesta er frestað fram yfir helgina.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fangelsismálastofnun.

Þá breytist heimsóknafyrirkomulag allra fangelsanna með þeim hætti að frá og með næsta laugardegi geta aðeins tveir gestir af heimsóknarlista heimsótt fanga í viku hverri, ásamt börnum. 

Fullorðnir gestir, átján ára og eldri, þurfa að framvísa hraðprófi sem er innan við 48 klukkustunda gamalt. Fyrirkomulag þetta verður endurskoðað að viku liðinni. 

„Við vonum að allir sýni þessu skilning enda mikilvægt að halda starfsemi fangelsanna öruggri,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×