Innlent

„Þessi staða er algjörlega hennar“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu.
Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu. Vísir/Vilhelm

„Ég er mjög ósáttur vegna þess að hún er í fyrsta lagi að kenna mér um þetta og svo ræðst hún með ótrúlegri ósvífni á starfsfólk skrifstofu Eflingar og trúnaðarmenn,“ segir Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, um ummæli Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að starfsfólk hafi hrakið hana úr embætti formanns.

Sólveig Anna rauf loks þagnarmúrinn í fjölmiðlum þegar hún ræddi afsögn sína úr Eflingu í Silfrinu í morgun, þar sem hún sagði að farið hafi verið fram gegn henni með ofsakenndum hætti og að fáir hafi orðið fyrir jafn grófum árásum og hún.

Guðmundur segir það ósanngjarnt af henni að fullyrða að starfsfólk, og trúnaðarmenn, hafi ráðist að henni – öllum ætti að vera ljóst eftir ályktun starfsmanna og umræður í fjölmiðlum að vanlíðan á skrifstofunni hafi verið mikil.

„Hún vissi af þessu. Það þýðir ekkert fyrir hana að kenna starfsfólki eða trúnaðarmönnum um. Hún vissi og valdi það að stinga þessari ályktun undir teppið í staðinn fyrir að taka á því. H efði hún tekið á því á þessum tíma þá hefðum við öll tekið á því inni í stjórninni og fundið lausn á þessu, þannig að þessi staða er algjörlega hennar.“

Guðmundur furðar segir að staðan sé grafalvarleg og furðar sig á að ekki sé brugðist við. „Hvar eru viðbrögð ASÍ og Starfsgreinasambandsins? Ég bíð eftir því,“ segir hann.

„Þeir hafa sagt að þeir vilji ekki blanda sér í þetta en eins og þetta hefur verið undanfarið þá er kominn tími til að þeir verði að bregðast við, það er ekki annað hægt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×