Erlent

Argentína fyrst ríkja Suður-Ameríku til að setja lög um kyn­hlut­laus skil­ríki

Heimir Már Pétursson skrifar
Þúsundir tóku þátt í Gleðigöngu í Buenos Aires höfuðborg Argentínu í gær. Argentína varð á dögunum fyrsta ríkið í Suður-Ameríku til að samþykkja lög um kynhlutlaus skilríki.
Þúsundir tóku þátt í Gleðigöngu í Buenos Aires höfuðborg Argentínu í gær. Argentína varð á dögunum fyrsta ríkið í Suður-Ameríku til að samþykkja lög um kynhlutlaus skilríki. Mynd/AP

Þúsundir tóku þátt í Gleðigöngu í Buenos Aires höfuðborg Argentínu í gær en að þessu sinni fór gangan fram aðeins nokkrum vikum eftir að lög um kynhlutlaus skilríki tóku gildi í landinu.

Argentína er fyrsta Suður-Ameríkuríkið til að samþykkja lög sem þessi. 

Göngufólk og samtök þeirra telja þó að betur megi gera til að auka réttindi hinsegin fólks í Argentínu. Bæta þyrfti heilbrigðisþjónustu við transgender fólk, auka kynfræðslu og hlut hinsegin fólks í sögu landsins of binda enda á ofbeldi lögreglu gegn hinsegin fólki. 

Þúsundir komu saman í Buenos Aires.Mynd/AP

Þetta var fyrsta gleðigangan í Buenos Aires í tvö ár en henni var aflýst í fyrra í fyrsta skipti í þrjátíu ár vegna Covid-faraldursins.

Gleðin var sannarlega við völd í fyrstu gleðigöngunni sem haldin er í landinu í tvö ár.Mynd/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×