Ágæt byrjun hjá mörgum rjúpnaskyttum Karl Lúðvíksson skrifar 3. nóvember 2021 09:26 Rjúpnaveiðar hófust á mánudaginn visir/vilhelm Rjúpnaveiðitímabilið hófst á mánudaginn í skugga breyttra reglna en aðeins má veiða frá hádegi á þeim dögum sem veiðar eru heimilar. Þrátt fyrir að veiðitíminn hafi verið styttur sem því nemur að aðeins megi ganga frá hádegi, eða rétt um ellefu daga, hafa fyrstu fréttir af rjúpnaveiðum verið góðar víða. Við höfum heyrt frá nokkuð mörgum veiðimönnum sem hafa nú þegar náð jólamatnum og eru hættir veiðum. Það skal tekið fram að fæstir þeirra hættu veiðum við fjóra fugla eins og mælst hefur verið til en meðalveiðin á mann er líklega um 8-10 fuglar eða það sem fjölskyldan þarf til að halda jólin með sínum hefðum. Rjúpnaskyttur hafa síðustu ár gengið þá daga sem þarf til að ná í jólamatinn og hætta eftir það, það heyrir til algjörra undantekninga að menn séu að veiða meira en það enda er sölubann á rjúpu og líklega engin að ganga á fjöll til að veiða í því skyni að hagnast á veiðum. Sá tími er voanndi löngu liðinn. Það er vonandi að sem flestum gangi vel við veiðar og gæti þess að veiða í hófi, fari varlega á fjöllum og komi heilir heim. Skotveiði Mest lesið Nýjasti þátturinn af Árbakkanum Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Vatnsá og Skógará seinar í gang Veiði Tveir laxar á land við opnun í Hrútafjarðará Veiði 98 sm lax úr Miðfjarðará Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði 64 sm bleikja úr Hlíðarvatni Veiði Góð opnun í Þverá og Kjarrá Veiði Flott opnun í Eystri Rangá Veiði
Þrátt fyrir að veiðitíminn hafi verið styttur sem því nemur að aðeins megi ganga frá hádegi, eða rétt um ellefu daga, hafa fyrstu fréttir af rjúpnaveiðum verið góðar víða. Við höfum heyrt frá nokkuð mörgum veiðimönnum sem hafa nú þegar náð jólamatnum og eru hættir veiðum. Það skal tekið fram að fæstir þeirra hættu veiðum við fjóra fugla eins og mælst hefur verið til en meðalveiðin á mann er líklega um 8-10 fuglar eða það sem fjölskyldan þarf til að halda jólin með sínum hefðum. Rjúpnaskyttur hafa síðustu ár gengið þá daga sem þarf til að ná í jólamatinn og hætta eftir það, það heyrir til algjörra undantekninga að menn séu að veiða meira en það enda er sölubann á rjúpu og líklega engin að ganga á fjöll til að veiða í því skyni að hagnast á veiðum. Sá tími er voanndi löngu liðinn. Það er vonandi að sem flestum gangi vel við veiðar og gæti þess að veiða í hófi, fari varlega á fjöllum og komi heilir heim.
Skotveiði Mest lesið Nýjasti þátturinn af Árbakkanum Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Vatnsá og Skógará seinar í gang Veiði Tveir laxar á land við opnun í Hrútafjarðará Veiði 98 sm lax úr Miðfjarðará Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði 64 sm bleikja úr Hlíðarvatni Veiði Góð opnun í Þverá og Kjarrá Veiði Flott opnun í Eystri Rangá Veiði