Viðskipti innlent

Engar hóp­upp­sagnir í októ­ber

Atli Ísleifsson skrifar
Húsnæði Vinnumálastofnunar við Kringluna.
Húsnæði Vinnumálastofnunar við Kringluna. Vísir/Vilhelm

Annan mánuðinn í röð barst Vinnumálastofnun engin tilkynning um hópuppsögn í október.

Þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunar. Nokkuð var um uppsagnir í bönkunum í september en engin flokkaðist þó sem hópuppsögn. Í ágúst var tilkynnt um tvær hópuppsagnir þar sem 65 manns var sagt upp.

Samkvæmt skilgreiningu Vinnumálastofnunar telst hópuppsögn til uppsagna á fastráðnum starfsmönnum þar sem fjöldi starfsmanna sem sagt er upp á þrjátíu daga tímabili er að minnsta kosti tíu starfsmenn í fyrirtækjum sem venjulega hafa 21 til 99 í vinnu, minnst tíu prósent starfsmanna í fyrirtækjum með 100 til 299 í vinnu eða minnst 30 starfsmenn þar sem venjulega eru 300 eða fleiri.

Atvinnuleysi á landinu í september síðastliðinn, árstíðaleiðrétt, mældist 3,5 prósent samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands sem birt var í lok síðustu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×