Innlent

Fimmtíu og átta greindust með Covid-19

Snorri Másson skrifar
Tveir eru á gjörgæslu með Covid-19 þessa stundina.
Tveir eru á gjörgæslu með Covid-19 þessa stundina. Vísir/Vilhelm

Fimmtíu og átta greindust með Covid-19 innanlands í gær og sex á landamærunum, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. 32 þeirra sem greindust með veiruna voru í sóttkví við greiningu, sem er rúmur helmingur. Hlutfallið hefur verið svipað undanfarna daga. 

Tveir eru á gjörgæslu með Covid-19 en níu til viðbótar inniliggjandi. Um 900 manns eru í eftirliti Covid-göngudeildar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×