Erlent

Fyrsti íbúi eyjanna til að greinast með Co­vid-19

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Longyearbyen á Svalbarða.
Frá Longyearbyen á Svalbarða. Getty

Maður greindist með Covid-19 á sjúkrahúsinu í Longyearbyen á Svalbarða í gær og er um að ræða fyrsta smitaða íbúa eyjanna frá upphafi faraldursins.

Þetta kemur fram á vef NRK. Knut Selmer, smitsjúkdómalæknir á Svalbarða, leggur áherslu á að ekki sé ástæða fyrir íbúa á Svalbarða að hafa sérstakar áhyggjur.

Þeir sem séu fullbólusettir þurfi ekki að grípa til neinna sérstakra aðgerða vegna smitsins, en þeir sem hafi verið í samskiptum við hinn smitaða og finni fyrir einkennum á næstu dögum eru hvattir til að fara í sýnatöku.

„Það mikilvægasta er að bólusetja eins marga og hægt er og að fólki fari eftir reglum um sóttvarnir,“ segir Selmer.

Áður hafði verið greint frá því að maður hafi greinst með kórónuveiruna á sjúkrahúsinu í Longyearbyen eftir að hafa verið sóttur þaðan frá Bjørnøya.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×