Neytendur

Inn­kalla núðlur vegna gler­brota

Atli Ísleifsson skrifar
Mynd af vörunni sem um ræðir.
Mynd af vörunni sem um ræðir. MAST

Matvælastofnun hefur varað við einni framleiðslulotu af núðlunum Mama tom yum pork sem fyrirtækið Lagsmaður flytur inn vegna glerbrots.

Fyrirtækið hefur innkallað vöruna af markaði í samráði við heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar, Garðarbæjar og Kópavogs.

Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar. 

Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vörumerki: Mama
  • Vöruheiti: Instant noodles with tom yum pork flavour 60g
  • Innflytjandi: Lagsmaður ehf. / Fiska.is
  • Best fyrir / Lotunúmer: 28-04-2022 / 1D4SD11
  • Framleiðsluland: Thailand
  • Geymsluskilyrði: Á þurrum stað
  • Dreifing: Verslun Fiska.is, Nýbýlavegi 6, 200 Kópavogur

Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og skila henni til verslunar á Nýbýlavegi 6, Kópavogi gegn endurgreiðslu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×