Innlent

Alvarlegt mótorhjólaslys á Suðurgötu í Vesturbænum

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm

Umferðarslys varð á Suðurgötu í Vesturbæ á nítjánda tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var um mótorhjólaslys að ræða.

Í samtali við fréttastofu segir slökkviliðið að viðkomandi virðist hafa hlotið alvarlega áverka. Að sögn slökkviliðs er slasaði með meðvitund og hefur verið fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×