Neytendur

Eldsneytis­verð ekki verið hærra á Íslandi frá árinu 2014

Eiður Þór Árnason skrifar
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda.
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda. Samsett

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað skarpt seinustu mánuði og hefur sú þróun skilað sér greinilega til íslenskra neytenda.

Nokkuð hefur verið um verðhækkanir hjá íslensku olíufélögunum á síðustu vikum og nálgast verð á 95 oktana bensíni nú 270 krónur á flestum þjónustustöðvum. Á sama tíma kostar lítrinn af dísilolíu víðast hvar um 250 krónur.

„Þetta er eiginlega hæsta útsöluverð í krónum síðan í október 2014 en að teknu tilliti til vísitölu þá hefur það ekki verið hærra síðan í febrúar 2013. Það kom svolítið langt tímabil með háu verði í kjölfar bankahrunsins en núna hefur heimsmarkaðsverð á bensíni í Norður-Evrópu ekki verið hærra síðan 2014,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda (FÍB).

Hann bætir við að Íslendingar séu hér ekki einir á báti þar sem svipuð þróun hafi átt sér stað víðar í heiminum. FÍB hefur lengi fylgst með daglegri þróun olíuverðs hér á landi.

Faraldurinn haft mikil áhrif á eftirspurn

Verulegar sveiflur hafa verið á heimsmarkaðsverði á seinustu tveimur árum en hráolía lækkaði mikið í verði þegar eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti dróst víða saman í heimsfaraldrinum. Síðar tók verð að hækka verulega á ný þegar aukið líf færðist í efnahagskerfi heimsins.

Að sögn Runólfs var meðalheildsöluverð á bensíni í Norður-Evrópu um 51 króna á lítrann í lok seinasta árs. Í september hafði sú tala hækkað um meira en 30 krónur þegar búið er að taka tillit til gengisþróunar. Nemur það um 60 prósent hækkun á innan við ári.

„Núna í september voru miklar verðsveiflur á markaði og eldsneytisverð hækkaði ört en það var stöðugra í lok sumars,“ segir Runólfur.

Tölur FÍB bendi til að olíufélögin hafi ekki nýtt tækifærið til að auka álagningu sína samhliða hækkunum. Þar hjálpi aukin verðsamkeppni á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri þar sem verð hefur verið lækkað á einstaka stöðvum.

Verðþróun Brent-hráolíutunnunni á seinustu tveimur árum.Macrotrends

Tvöfaldast á einu ári

Tunna af Brent-hráolíu, sem gefur vísbendingu um verðþróun á bensíni og dísilolíu, stóð í 83,64 bandaríkjadölum fyrir lok markaða í gær en kostaði 41 Bandaríkjadal fyrir ári síðan. Hefur verðið ekki verið hærra frá því í október 2018.

Enn frekari sveiflur hafa verið á hinni bandarísku WTI-hráolíu (West Texas Intermediate) sem stóð í 80,68 Bandaríkjadölum í gær. Hefur verðið á olíutunnunni ekki verið hærra frá árinu 2014.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
3,85
27
195.390
MAREL
2,66
63
670.001
ORIGO
0,74
16
131.303
BRIM
0,68
6
3.656
LEQ
0,53
1
501

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,1
123
251.373
ICESEA
-2,56
11
44.079
EIM
-1,75
7
51.218
VIS
-1,39
4
80.898
REGINN
-1,35
3
47.375
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.