Erlent

Mikill olíu­leki veldur fiski­dauða og um­hverfis­spjöllum í Kali­forníu

Atli Ísleifsson skrifar
Fjölmargir hafa komið að hreinsunarstarfi vegna lekans síðustu klukkustundirnar.
Fjölmargir hafa komið að hreinsunarstarfi vegna lekans síðustu klukkustundirnar. AP

Mikill olíuleiki hefur valdið fiskidauða og miklum umhverfisspjöllum í suðurhluta Kaliforníu. Bandarískir fjölmiðlar hafa sýnt myndir af fuglum sem þaktir eru í olíu og þá eru stór mýrasvæði nú sögð menguð.

Strandgæsla Bandaríkjanna stendur fyrir hreinsunarstarfinu, en lekinn er sagður koma frá Elly-olíupallinum.

Í frétt Reuters segir að áætlað sé að um 573 milljónir lítra, sem samsvarar um þrjú þúsund olíutunna, hafi lekið út á um 34 ferkílómetra svæði í Kyrrahafi, frá Huntington Beach til Newport Beach.

Kim Carr, borgarstjóri Huntington Beach, segir að fyrst hafi verið tilkynnt um lekann á laugardagsmorgun. 

Kallaði hún lekann „umhverfisstórslys“ sem kynni að hafa gríðarleg áhrif á vistkerfið á svæðinu. Bærinn er um 65 kílómetra suður af Los Angeles.

Að neðan má sjá myndband af hreinsunarstarfinu og lekanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×