Innlent

Skoða hvalinn í fjörunni á Álftanesi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fólk er með símana á lofti og smellir af myndum af hvalnum, eða með sér og hvalnum.
Fólk er með símana á lofti og smellir af myndum af hvalnum, eða með sér og hvalnum. Vísir/Vilhelm

Nokkur fjöldi fólks hefur gert sér ferð í fjöruna á Álftanesi í morgun til að skoða hvalhræ sem liggur þar í fjörunni. Lögreglan hefur sett gulan borða við hvalinn en fólk fer áhyggjulaust að hvalnum, strýkur honum og lyktar.

Talið er að um sé að ræða skíðishval sem er yfirtegund fjórtán mismunandi hvalategunda. Vísindamenn stefna á að skera úr um aldur og tegund hvalsins í dag þegar sýni verður jafnframt tekið úr hræinu.

Töluverður fjöldi hvala hefur rekið á land á Íslandi undanfarin ár.Vísir/Vilhelm

Guðbrandur Örn Arnarson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg sagði fréttastofu í gær að flókið ferli taki við þegar hvalur finnist á landi og málið sé nú komið í farveg hjá Hafrannsóknarstofnun, Umhverfisstofnun, heilbrigðiseftirlitinu, lögreglu og fleiri aðilum.


Tengdar fréttir

Hvalreki á Álftanesi

Hval hefur rekið á land á Álftanesi og liggur hræið nú í fjöru. Lögreglu var tilkynnt um dýrið seint í dag og verður það skoðað nánar í fyrramálið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×