„Sérstaklega hættulegar“ rafrettuáfyllingar enn til sölu Atli Ísleifsson skrifar 29. september 2021 11:17 Starfsmenn Neytendastofu hafa síðustu mánuði skoðað yfir 2.6öö vökva fyrir rafrettur og 98 rafrettur. Getty Enn er verið að selja sérstaklega hættulegar rafrettuáfyllingar með allt of miklu magni nikótíns í sérverslunum með rafrettur á landinu. Frá þessu segir á vef Neytendastofu, en starfsmenn stofnunarinnar hafa síðustu mánuði skoðað yfir 2.600 vökva fyrir rafrettur og 98 rafrettur og verðmerkingar í sérverslunum með rafrettur. Farið hafi verið inn á sölustaði í Reykjanesbæ, Akranesi, Selfossi, Sauðárkróki, Akureyri, Vestmannaeyjum og á höfuðborgarsvæðinu. „Kom í ljós að enn er verið að selja áfyllingar sem sérstaklega eru hættulegar með allt of miklu magni nikótíns, en hámarks styrkleiki má ekki fara yfir 20 mg/ml. Neytendastofa hefur lagt mikla áherslu á að stöðva alla sölu áfyllinga sem höfða til barna, en þær geta verið litríkar og með teikningum af táknum eða teiknimyndafígúrum. Slíkar vörur fundust í einni verslun og var salan á áfyllingunni stöðvuð strax. Sérfræðingur Neytendastofu ákvað að senda 38 rafrettur og 112 áfyllingar til Danmerkur til prófunar en niðurstöður þeirra prófanna eru ekki enn komnar,“ segir í tilkynningunni. Þurfa að vera undir afgreiðsluborði Neytendastofa kannaði einnig ástand sýnileika rafrettna og áfyllinga í verslunum,en sérverslanir mega hafa vörur sýnilegar þegar inn í verslun er komið en þurfi að passa sig að vörurnar sjáist ekki í gegnum glugga verslunar. „Blandaðar verslanir þurfa að koma rafrettum og áfyllingum fyrir undir afgreiðsluborði eða í lokuðum skápum sem ekki sést inn í. Aðeins ein sérverslun á Sauðárkróki reyndist vera með skyggðar rúður svo ekki sást inn í verslunina auk þess sem verslanir í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði voru í lagi. Vakin er athygli á því að eftirlit með rafrettum og áfyllingum flyst til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þann 1. október næstkomandi,“ segir á vef Neytendastofu. Rafrettur Neytendur Áfengi og tóbak Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Frá þessu segir á vef Neytendastofu, en starfsmenn stofnunarinnar hafa síðustu mánuði skoðað yfir 2.600 vökva fyrir rafrettur og 98 rafrettur og verðmerkingar í sérverslunum með rafrettur. Farið hafi verið inn á sölustaði í Reykjanesbæ, Akranesi, Selfossi, Sauðárkróki, Akureyri, Vestmannaeyjum og á höfuðborgarsvæðinu. „Kom í ljós að enn er verið að selja áfyllingar sem sérstaklega eru hættulegar með allt of miklu magni nikótíns, en hámarks styrkleiki má ekki fara yfir 20 mg/ml. Neytendastofa hefur lagt mikla áherslu á að stöðva alla sölu áfyllinga sem höfða til barna, en þær geta verið litríkar og með teikningum af táknum eða teiknimyndafígúrum. Slíkar vörur fundust í einni verslun og var salan á áfyllingunni stöðvuð strax. Sérfræðingur Neytendastofu ákvað að senda 38 rafrettur og 112 áfyllingar til Danmerkur til prófunar en niðurstöður þeirra prófanna eru ekki enn komnar,“ segir í tilkynningunni. Þurfa að vera undir afgreiðsluborði Neytendastofa kannaði einnig ástand sýnileika rafrettna og áfyllinga í verslunum,en sérverslanir mega hafa vörur sýnilegar þegar inn í verslun er komið en þurfi að passa sig að vörurnar sjáist ekki í gegnum glugga verslunar. „Blandaðar verslanir þurfa að koma rafrettum og áfyllingum fyrir undir afgreiðsluborði eða í lokuðum skápum sem ekki sést inn í. Aðeins ein sérverslun á Sauðárkróki reyndist vera með skyggðar rúður svo ekki sást inn í verslunina auk þess sem verslanir í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði voru í lagi. Vakin er athygli á því að eftirlit með rafrettum og áfyllingum flyst til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þann 1. október næstkomandi,“ segir á vef Neytendastofu.
Rafrettur Neytendur Áfengi og tóbak Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira