Veður

Bætir í suð­austan­áttina og rigning sunnan- og vestan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu í dag verður á bilinu tvö til níu stig.
Hiti á landinu í dag verður á bilinu tvö til níu stig. Vísir/Vilhelm

Það bætir í suðaustanáttina með morgninum, átta til fimmtán metrum á sekúndu, og má reikna með rigningu bæði sunnan- og vestantil. Þurrt verður að mestu um landið norðanvert fram undir kvöld og sums staðar slydda á fjallvegum.

Snýst norðan og norðvestan fimm til tíu metra og með skúrum vestantil í kvöld. Hiti á landinu í dag verður á bilinu tvö til níu stig.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að á morgun, föstudag, sé útlit fyrir að áttin verði austlæg. „Allvíða einhverjar skúrir, einkum suðaustanlands og slydduél eða él á fjallvegum.“

Spákortið fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Norðan og norðaustan víða 5-13 m/s, hvassast NV-til, en hægari SV-lands. Avíða skúrir eða slydduél, einkum SA-til. Hiti 2 til 8 stig, hlýjast syðst.

Á laugardag: Austan og norðaustan 10-18 m/s, en hægari á NA-landi. Víða rigning, en slydda eða snjókoma á heiðum N-lands. Hægt hlýnandi veður.

Á sunnudag: Hvöss norðaustanátt á Vestfjörðum, en annars mun hægari austlæg átt. Rigning SA-lands, rigning eða slydda á Vestfjörðum, en annars úrkomulítið. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast NA-til.

Á mánudag og þriðjudag: Austlæg átt og væta með köflum, einkum SA-til, en lengst af þurrt V-lands. Fremur hlýtt í veðri.

Á miðvikudag: útlit fyrir áframhaldandi milda austlæga átt. Skýjað og dálítil væta austantil, en annars þurrt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×