Viðskipti innlent

Ráðin markaðs­stjóri atNorth

Atli Ísleifsson skrifar
Bylgja Palsdottir_landscape WEB

Bylgja Pálsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri hátæknifyrirtæksins atNorth.

Í tilkynningu frá atNorth segir að Bylgja sé með B.S.-gráðu í markaðsfræði frá University of Portsmouth í Englandi og hafi víðtæka reynslu af sölu- og markaðsmálum í ferðaþjónustu og tæknigeiranum.

„Hún kemur til atNorth frá Skaganum 3X, sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á tækjum og búnaði fyrir matvælaframleiðslu.“

atNorth er hátæknifyrirtæki á sviði gagnavera, ofurtölva, blockchain og gagnaversþjónustu sem hönnuð er til að hámarka reiknigetu viðskiptavina og rekstraröryggi.

„atNorth hefur unnið að byggingu gangavers í Stokkhólmi í Svíþjóð sem hefur starfsemi fyrir lok árs en fyrir rekur fyrirtækið tvö gagnaver á Íslandi, í Hafnarfirði og Fitjum í Reykjanesbæ. Meðal viðskiptavina atNorth eru alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir sem starfa í fjölmörgum greinum, svo sem við rannsóknir, í heilbrigðisgeiranum, í genarannsóknum, við framleiðslu, í fjármálaiðnaði og veðurfræði,“ segir í tilkynningunni frá fyrirtækinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×