Viðskipti innlent

Kveður Landsbankann eftir ellefu viðburðarík ár

Eiður Þór Árnason skrifar
Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir stýrði enduruppbyggingu eignastýringar Landsbankans. 
Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir stýrði enduruppbyggingu eignastýringar Landsbankans.  Landsbankinn

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri eignastýringar og miðlunar hjá Landsbankanum, hefur sagt starfi sínu lausu.

Hrefna hefur þegar látið af störfum en hún gegndi starfinu frá árinu 2010. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbankanum.

„Ég kveð nú Landsbankann með stolti eftir ellefu ánægjuleg og viðburðarík ár. Hér hef ég öðlast mikla reynslu og fengið tækifæri til að vinna með einstaklega öflugu fólki að krefjandi verkefnum,“ segir Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir að Hrefna Ösp hafi stýrt enduruppbyggingu eignastýringar hans og stutt við uppbyggingu Landsbréfa.

„Hrefna Ösp hefur verið brautryðjandi á Íslandi í sjálfbærni og ábyrgum fjárfestingum. Hún var drifkrafturinn í stofnun IcelandSIF og hreif markaðinn með sér í nýrri hugsun. Hrefna Ösp er kraftmikill stjórnandi sem hefur náð miklum árangri og verið framúrskarandi liðsmaður í framkvæmdastjórn Landsbankans,“ er haft eftir Lilju í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×