Handbolti

Viktor Gísli og félagar áfram eftir risasigur

Valur Páll Eiríksson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson.jfif

GOG frá Danmörku, lið Viktors Gísla Hallgrímssonar, vann öruggan ellefu marka sigur, 36-25, á stórliði Celje frá Slóveníu í fyrstu umferð í forkeppni Evrópudeildar karla í handbolta í dag. Liðið fór þannig áfram í næstu umferð.

GOG tapaði fyrri leiknum í Slóveníu síðasta laugardag með fjögurra marka mun, 33-29, og þurftu því að vinna þann mun upp í dag.

Hægri skyttan Mathias Gidsel fór fyrir danska liðinu í dag og átti stórkostlegan leik. Hann skoraði 13 mörk úr jafnmörgum tilraunum í öruggum 36-25 sigri GOG.

Danska liðið er því komið áfram í næstu umferð þar sem það vann einvígið samanlagt 65-58.

Viktor Gísli kom ekki mikið við sögu í dag. Hann varði ekki eina skotið sem hann fékk á sig í leiknum. Hann er sagður vera á leið til Nantes í Frakklandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.