Samstarf

Gervigreind byltir byggingabransanum

Steypustöðin
Björn Ingi Victorsson forstjóri Steypustöðvarinnar segir Snjallsteypu stytta verktíma og tryggja gæði.
Björn Ingi Victorsson forstjóri Steypustöðvarinnar segir Snjallsteypu stytta verktíma og tryggja gæði.

Upplýsingar um styrk og hita berast í rauntíma frá þráðlausum nemum sem settir eru út í steypuna.

Steypustöðin hefur kynnt Snjallsteypu, byltingarkennda tækni í steypuvinnu í samstarfi við kanadíska fyrirtækið Giatec, á markað. Upplýsingar um styrk og hita berast í rauntíma frá þráðlausum nemum sem settir eru út í steypuna á verkstað. Björn Ingi Victorsson, forstjóri Steypustöðvarinnar segir Snjallsteypu geta haft mikil áhrif á íslenskan byggingamarkað.

„Snjallsteypa styttir verktíma og tryggir gæði. Fram að þessu hefur þurft að meta ástand steypu með höndunum og áætla. Það getur þýtt að slegið er of snemma frá eða beðið lengur en þörf er á, sem hefur áhrif á gæði steypunnar og tímalengd verkefna. Hér á landi eru miklar hitabreytingar í veðurfari og nákvæmar upplýsingar um ástand steypunnar skilar sér í skilvirkari framkvæmd.“

Upplýsingar um styrk og hita berast í rauntíma frá þráðlausum nemum beint í símann.

Mörg hundruð nemar hafa þegar verið notaðir í íslenskum byggingaverkefnum frá áramótum.

„Verktakar hafa þegar nýtt sér þessa nýju tækni í ólík verkefni, meðal annars við Landspítalann. Í svo stórum verkefnum er ómetanlegt að geta unnið út frá nákvæmum gögnum. Það sparar kostnað við prófanir sem annars þyrfti að gera og hægt er að gera nákvæmara tímaplan þar sem gervigreind áætlar styrk steypunnar fram í tímann út frá gögnunum sem berast frá mælunum,“ útskýrir Björn Ingi.

Nemunum er komið fyrir á verkstað áður en steypt er yfir. Mörg hundruð nemar hafa þegar verið notaðir í íslenskum byggingaverkefnum frá áramótum.

Umhverfisvæn áhrif

Byltingin felst þó ekki einungis í því að geta notað gögnin í steypuvinnslu og nýtt reynslu af milljónum uppsteypuverkefna um allan heim. Með hjálp gervigreindarinnar næst meiri nákvæmni í blöndun. Það þýðir að ekki fer meira sement en þarf út í steypuna, en 7% af öllum gróðurhúsalofttegundum tengjast sementsvinnslu að sögn Björns Inga.

„Ef Snjallsteypa væri notuð í framkvæmdir um allan heim gæti það sparað kolefnisspori sem samsvarar því að taka 110 milljónir bíla úr umferð. Sement er einnig dýrt hráefni og munar um þann kostnað fyrir verktakann. Það yrði öllum greiði gerður með því að minnka notkun sements, umhverfinu og byggingaraðilum,“ segir Björn.

Gervigreind getur áætlað styrk steypunnar fram í tímann út frá gögnunum sem berast frá nemunum. 

Fyrirtæki með græna stefnu

Snjallsteypan rímar við græna stefnu fyrirtækisins, en Steypustöðin hefur lækkað kolefnisspor rekstursins um 65% milli ára. Þar af minnkaði heildarlosun koltvísýringsígilda frá starfseminni um 11%. Kolefnisjöfnun í samvinnu við Landgræðsluna skilaði 54% af þessari hlutfallslegu minnkun.

Markmið ársins 2021 er að lækka heildarlosun koltvísýringsígilda enn frekar ásamt því að auka við mótvægisaðgerðir og þannig kolefnisjafna alla starfsemina. Markmiðið er hluti af stærri sjálfbærniáætlun Steypustöðvarinnar sem nær til fjölmargra þátta innan fyrirtækisins og tekur á umhverfis-, samfélags- og efnahagsþáttum.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.