Erlent

Neyðarástand í New York vegna úrhellis og flóða

Atli Ísleifsson skrifar
Sums staðar í borginni virðast heilu stöðuvötnin hafa myndast.
Sums staðar í borginni virðast heilu stöðuvötnin hafa myndast. epa/Justin Lane

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í New York-borg vegna gríðarlegs úrhellis og flóða vegna hitabeltisstormsins Ídu, sem hefur fikrað sig norður austurströnd Bandaríkjanna síðustu daga.

 Borgarstjórinn Bill de Blasio sagði borgarbúa nú þurfa að þola sögulegt óveður, með „rosalegum flóðum“ þar sem hættulegar aðstæður hafa skapast á vegum. 

Þannig mældist úrkoma í Central Park í New York átta sentimetrar á einum klukkutíma í gær. 

Á samfélagsmiðlum hefur sést hvernig vatn hefur flætt niður á neðanjarðarlestarstöðvar og inn á heimili fólks. Einnig hefur flætt yfir fjölda vega. 

Yfirvöld í New Jersey hafa sömuleiðis lýst yfir neyðarástandi. Þar hefur þegar verið tilkynnt um eitt dauðsfall sem rakið er til Ídu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×