Innlent

Ekki lengur stúlka eða drengur

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hér gefur að líta mjög lítið barn.
Hér gefur að líta mjög lítið barn. Vísir/Vilhelm

Börn verða ekki lengur nýskráð í þjóðskrá með eiginnafnið stúlka eða drengur. Framvegis verða þau skráð í þjóðskrá eingöngu með kenninafni þar til nafngjöf hefur farið fram.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá Íslands en þar segir að breytingin hafi þegar tekið gildi.

Vegabréf með eiginnöfnunum stúlka eða drengur eru ekki lengur gefin út og er breytingin gerð til samræmingar þar á.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×