Erlent

Liechten­stein­prinsessa látin

Atli Ísleifsson skrifar
Hans-Adam II og María árið 2017.
Hans-Adam II og María árið 2017. EPA

Stjórnvöld í Liechtenstein hafa lýst yfir sjö daga þjóðarsörg vegna fráfalls Maríu, prinsessu af Liechtenstein og eiginkonu Hans-Adam II, sem lést á laugardag, 81 árs að aldri.

Í þarlendum fjölmiðlum segir að María hafi látist í faðmi fjölskyldu sinnar, fáeinum dögum eftir að hafa fengið heilablóðfall.

María fæddist í Prag 14. apríl 1940 og gekk að eiga Hans-Adam árið 1967. Hann varð fursti landsins árið 1989. Elsti sonur þeirra, Alois, tók svo við embætti og skyldum fursta í Liechtenstein árið 2004.

María og Hans-Adam II eiga saman fjögur börn og fimmtán barnabörn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×