Erlent

Talíbanar segja ekki koma til greina að fresta brottför erlendra hersveita

Heimir Már Pétursson skrifar
Bandaríkjaforseti hefur sjálfur ljáð máls á þeim möguleika að hermenn verði lengur á flugvellinum í Kabúl en til stóð.
Bandaríkjaforseti hefur sjálfur ljáð máls á þeim möguleika að hermenn verði lengur á flugvellinum í Kabúl en til stóð. AP/U.S. Marine Corps

Talibanar segja ekki koma til greina að framlengja þann frest sem allt herlið NATO þjóða hefur að vera hverfa á brott frá Afganistan, það er til 31. ágúst, eða á þriðjudag í næstu viku.

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að til greina kæmi að framlengja dvöl hermanna á flugvellinum í Kabúl. 

BBC hefur eftir talsmanni Talibana að fresturinn væri endanlegur. Hann varaði í dag við afleiðingunum ef allur erlendur her verði ekki farinn á tilsettum tíma. 

Búist hefur verið við að Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands fari þess á leit við Biden á fundi G7 ríkjanna á morgun að forsetinn samþykki framlengingu til að hægt verði að tryggja brottflutning fólks frá Afganistan. 

Þúsundir Afgana og ríkisborgara annarra landa eru enn utan við flugvöllinn og reyna að komast á brott. Einn Afgani var skotinn til bana við flugvöllinn í morgun. Nú þegar hafa tuttugu og átta þúsund manns verið fluttir frá Afganistan frá því Talibanar tóku völdin í höfuðborginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×