Fimm laxar yfir 100 sm í Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 16. ágúst 2021 08:57 Hafsteinn með 100 lsm laxinn úr Vitaðsgjafa Fimmti stórlaxinn yfir 100 sm var háfaður eftir baráttu veiðimanns við bakka Laxár í Aðaldal en hún er ein sú þekktasta á landinu fyrir stórlaxa. Það er stór hópur veiðimanna sem fer í Laxá í Aðaldal árlega og á þessu sumri eftir breytingar á veiðifyrirkomulagi hafa allir þeir sem Veiðivísir hefur rætt við hrósað nýju fyrirkomulagi og sagt breytinguna kærkomna. Þessir hópar sem sækja í ánna hafa margir hverjir stundað hana í áratugi og fyrir utan ánægju af samveeru við bakkann með veiðifélögum er verið að reyna setja í laxa og þá helst stórlaxa. Hafsteinn Orri Ingvason náði nýlega þessum 100 sm laxi sem er á meðfylgjandi mynd á lítinn Rauðan Frances cone í Vitaðsgjafa og eins og sést á myndinni er tíminn kominn þegar laxarnir taka á sig riðabúning og einmitt þá fara stóru hængarnir á stjá og eiga það til að rífa í flugur veiðimanna. Heildartalan úr Laxá í Aðaldal er engu að síður döpur. 270 laxar komnir á land á þessu sumri sem líklega flestir laxveiðimenn á norðurlandi vilja gleyma sem fyrst. Stangveiði Þingeyjarsveit Mest lesið Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði "Staðan í laxveiði verri en við óttuðumst" - Neyðarkall frá veiðileyfasölum Veiði Minni laxveiði en 2014 Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Flottar bleikjur að veiðast í Þingvallavatni Veiði Sjóbirtingstímabilinu 2011 lokið Veiði Fyrsti laxinn er mættur í Kjósina Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði
Það er stór hópur veiðimanna sem fer í Laxá í Aðaldal árlega og á þessu sumri eftir breytingar á veiðifyrirkomulagi hafa allir þeir sem Veiðivísir hefur rætt við hrósað nýju fyrirkomulagi og sagt breytinguna kærkomna. Þessir hópar sem sækja í ánna hafa margir hverjir stundað hana í áratugi og fyrir utan ánægju af samveeru við bakkann með veiðifélögum er verið að reyna setja í laxa og þá helst stórlaxa. Hafsteinn Orri Ingvason náði nýlega þessum 100 sm laxi sem er á meðfylgjandi mynd á lítinn Rauðan Frances cone í Vitaðsgjafa og eins og sést á myndinni er tíminn kominn þegar laxarnir taka á sig riðabúning og einmitt þá fara stóru hængarnir á stjá og eiga það til að rífa í flugur veiðimanna. Heildartalan úr Laxá í Aðaldal er engu að síður döpur. 270 laxar komnir á land á þessu sumri sem líklega flestir laxveiðimenn á norðurlandi vilja gleyma sem fyrst.
Stangveiði Þingeyjarsveit Mest lesið Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði "Staðan í laxveiði verri en við óttuðumst" - Neyðarkall frá veiðileyfasölum Veiði Minni laxveiði en 2014 Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Flottar bleikjur að veiðast í Þingvallavatni Veiði Sjóbirtingstímabilinu 2011 lokið Veiði Fyrsti laxinn er mættur í Kjósina Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði