Erlent

Haítar búa sig undir komu hita­beltis­stormsins Grace

Heimir Már Pétursson og Atli Ísleifsson skrifa
1.297 manns hafa fundist látnir eftir skjálftann mikla og tæplega sex þúsund manns eru slasaðir.
1.297 manns hafa fundist látnir eftir skjálftann mikla og tæplega sex þúsund manns eru slasaðir. AP/Joseph Odelyn

Búist er við að hitabeltisstormurinn Grace skelli á Haíti í kvöld. Almannavarnir þar í landi vara við miklum stormi og rigningu, mikilli ölduhæð á hafi úti, aurskriðum og flóðum.

Þetta er ekki til að bæta algert hörmunarástand eftir að jarðskjálfti upp á 7,2 reið yfir á laugardag með fjölmörgum eftirskjálftum.

Stóri skjálftinn og eftirskjálftar hafa nú þegar komið af stað aurskriðum sem hamla mjög björgunarstarfi í þessu eina fátækasta ríki heims sem berst af vanmætti við kórónuveirufaraldurinn.

Sjúkrahús, kirkjur og opinberar byggingar eru margar í lamasessi sem gerir allar aðgerðir enn erfiðari. 1.297 hafa fundist látnir og tæplega sex þúsund manns eru slasaðir.

Jarðskjálftinn átti upptök sín um 125 kílómetra vestur af Port-au Prince höfuðborg landsins. Um sjö þúsund heimili eru rústir einar og önnur fimm þúsund mikið skemmd.

Allnokkrir eftirskjálftar hafa orðið og sefur fjöldi fólks á götum úti af ótta við að hús hrynji margir með lítil útvarpstæki til að hlusta eftir fréttum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×