Viðskipti innlent

Skeljungur setur fjölda fasteigna á sölu

Árni Sæberg skrifar
Árni Pétur Jónsson er forstjóri Skeljungs hf. sem sett stóran hluta fasteignasafns síns í söluferli.
Árni Pétur Jónsson er forstjóri Skeljungs hf. sem sett stóran hluta fasteignasafns síns í söluferli. Skeljungur hf.

Skeljungur hf. hefur hafið söluferli á stórum hluta fasteignasafns síns. Um er að ræða flestar bensínstöðvar félagsins á stórhöfuðborgarsvæðinu.

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, segir í samtali við Vísi að fyrirtækið hafi falið fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka að kanna áhuga fjárfesta á 25 eignum félagsins.

Ákvörðunin um mögulega sölu tengist viðræðum Skeljungs og Reykjavíkurborgar um fækkun bensínstöðva í borginni. Árni Pétur segir að margar fyrirspurnir hafi borist varðandi nýtingu á lóðum félagsins eftir að bensínstöðvum fækkar.

Árni Pétur segir að félagið muni leigja seldar eignir af kaupendum til að halda áfram rekstri bensínstöðva eins lengi og þær mega vera til staðar á lóðunum.

Þá segir hann að lóðir félagsins gætu orðið gríðarlega verðmætar þegar skipulag um þær verður fullklárað. Til skoðunar er að reisa íbúðir á lóðunum. Skeljungur sé hins vegar ekki fasteignafélag og því sé eðlilegt að selja lóðirnar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×