Innlent

Þjóðhátíð aflýst annað árið í röð

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Það verður engin Þjóðhátíð í ár.
Það verður engin Þjóðhátíð í ár. Óskar P. Friðriksson

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum mun ekki fara fram með neinum hætti í ár.

Þetta kemur fram í tilkynningu á Dalurinn.is. Þar segir að í ljósi ákvörðunar stjórnvalda um að framlengja samkomutakmarkanir innanlands hafi hátíðinni verið aflýst.

Þau sem keypt höfðu miða hafa val um að fá endurgreitt, flytja miðann á næsta ár eða styrkja íþróttafélagið ÍBV um upphæðina. Í síðasta mánuði var tekin ákvörðun um að fresta hátíðinni, með von um að hægt yrði að halda hana síðar í sumar.

Nú er ljóst að engin þjóðhátíð verður í Vestmannaeyjum, frekar en á síðasta ári. Þá var hátíðinni sömuleiðis aflýst vegna faraldursins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×