Innlent

Manni bjargað úr sjálfheldu á hálendinu

Árni Sæberg skrifar
Slysavarnafélagið Landsbjörg
Slysavarnafélagið Landsbjörg

Björgunarsveitarmenn frá björgunarsveitinni Stefáni á Mývatni ásamt landvörðum Vatnajökulsþjóðgarðs voru ræstir út laust fyrir klukkan fjögur í dag þegar maður í sjálfheldu við Öskju virkjaði neyðarhnapp sinn.

Í tilkynningu frá slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að viðbragðsaðilar hafi komið að manninum um klukkan átta í kvöld. Mikill snjór er á svæðinu svo bílar þeirra komust ekki að vettvangi. Því þurfti að nota gönguskíði og vélsleða til að komast að manninum.

Maðurinn var fluttur með vélsleða að jeppa sem mun síðan flytja hann á sjúkrahús til læknisskoðunar. Það er gert í öryggisskyni enda virðist við fyrstu sýn lítið ama að manninum. Reiknað er með að maðurinn verði kominn á sjúkrahús undir miðnætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×