Leirvogsá er komin í gang Karl Lúðvíksson skrifar 6. júlí 2021 15:09 Leirvogsá er ein af þremur laxveiðiperlum höfuðborgarsvæðisins og nú eru þær góðu fréttir að berast að hún sé loksins komin í gang. Sú var tíðin að áinn opnaði ekki fyrr en 1. júlí því laxinn gekk oft á tíðum heldur seinna í hana heldur en Elliðaárnar þótt ekki skeikaði miklu sum árin. Nú er veiði hafin fyrir nokkrum dögum og loksins eftir nokkra daga bið eru fyrstu laxarnir komnir á land og það virðist sem nokkur ganga sé í ánna. Hrafn Hauksson og Jóhann F. Guðmundsson voru að veiðum þar eftir hádegií gær og gerðu greinilega góða veiði. Það var mikið af fiski í Brúarkvörninni auk þess sem þeir sáu fiska í Brúargrjótum, Móhyl og Neðri Skrauta. Þeir lönduðu 4 fiskum og misstu 3. Flestir tóku þeir hitsið og micro Frances cone. Sá stærsti hjá þeim var 82 cm! Stangveiði Mest lesið Flott veiði en skítakuldi í Tungufljóti Veiði Vatnamótin til Fish Partner Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði Tveir erlendir kastsnillingar með námskeið Veiði Hörku veiði í Vatnamótunum Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Hausthængarnir í Stóru Laxá Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Hausthængarnir farnir að pirrast Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði
Sú var tíðin að áinn opnaði ekki fyrr en 1. júlí því laxinn gekk oft á tíðum heldur seinna í hana heldur en Elliðaárnar þótt ekki skeikaði miklu sum árin. Nú er veiði hafin fyrir nokkrum dögum og loksins eftir nokkra daga bið eru fyrstu laxarnir komnir á land og það virðist sem nokkur ganga sé í ánna. Hrafn Hauksson og Jóhann F. Guðmundsson voru að veiðum þar eftir hádegií gær og gerðu greinilega góða veiði. Það var mikið af fiski í Brúarkvörninni auk þess sem þeir sáu fiska í Brúargrjótum, Móhyl og Neðri Skrauta. Þeir lönduðu 4 fiskum og misstu 3. Flestir tóku þeir hitsið og micro Frances cone. Sá stærsti hjá þeim var 82 cm!
Stangveiði Mest lesið Flott veiði en skítakuldi í Tungufljóti Veiði Vatnamótin til Fish Partner Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði Tveir erlendir kastsnillingar með námskeið Veiði Hörku veiði í Vatnamótunum Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Hausthængarnir í Stóru Laxá Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Hausthængarnir farnir að pirrast Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði