Fjórtán laxa opnun í Norðurá Karl Lúðvíksson skrifar 5. júní 2023 08:07 Nuno með vænan lax við opnun Norðurár í gær. Mynd: Nuno FB Norðurá opnaði fyrir veiðimönnum í gær og eins og venjulega er mikil spenna í kringum þessa opnun sem margir líta á sem fyrstu opnun ársins af hefðinni. Með væntingarnar hófstilltar mættu veiðimenn við bakkann í gærmorgun en það er svo til sami hópurinn búinn að opna ána í nokkur ár. Veiðitölur eftir fyrsta dag gefa væntingar um að loksins gæti verið veiðisumar framundan sem er yfir meðallagi en samtals var fjórtán löxum landað en það var sett í mun fleiri. það var mikið líf á nokkrum stöðum, í raun svo mikið að ekki allir veiðistaðir voru prófaðir og bíða því dagsins í dag. Hornbreiða gaf stærsta laxinn í gær sem mældist 94 sm og annar stórlax slapp af við Hræsvelg eftir 45 mínútna baráttu. Þetta eru góðar fréttir fyrir árnar á vesturlandi og aðallega vegna þess að mest af veiðinni var tveggja ára lax og eins árs laxarnir sem veiddust voru vel haldnir. Eftir fjögur frekar mögur ár gætum við loksins verið að fá ár með veiðitölum yfir meðallagi. Stangveiði Mest lesið Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Fjórtán laxa opnun í Norðurá Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið Veiði Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Veiði Tölfræði fyrir ágúst 2020 í Eystri Rangá Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði Þegar litlu flugurnar gefa best Veiði
Með væntingarnar hófstilltar mættu veiðimenn við bakkann í gærmorgun en það er svo til sami hópurinn búinn að opna ána í nokkur ár. Veiðitölur eftir fyrsta dag gefa væntingar um að loksins gæti verið veiðisumar framundan sem er yfir meðallagi en samtals var fjórtán löxum landað en það var sett í mun fleiri. það var mikið líf á nokkrum stöðum, í raun svo mikið að ekki allir veiðistaðir voru prófaðir og bíða því dagsins í dag. Hornbreiða gaf stærsta laxinn í gær sem mældist 94 sm og annar stórlax slapp af við Hræsvelg eftir 45 mínútna baráttu. Þetta eru góðar fréttir fyrir árnar á vesturlandi og aðallega vegna þess að mest af veiðinni var tveggja ára lax og eins árs laxarnir sem veiddust voru vel haldnir. Eftir fjögur frekar mögur ár gætum við loksins verið að fá ár með veiðitölum yfir meðallagi.
Stangveiði Mest lesið Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Fjórtán laxa opnun í Norðurá Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið Veiði Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Veiði Tölfræði fyrir ágúst 2020 í Eystri Rangá Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði Þegar litlu flugurnar gefa best Veiði