Innlent

Bólusett með Pfizer í dag en opið hús í Janssen á morgun

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Frá bólusetningu í Laugardalshöll í Reykjavík.
Frá bólusetningu í Laugardalshöll í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Bólusett verður í Laugardalshöll í dag með bóluefninu frá Pfizer. Aðeins er um að ræða seinni skammt. Þeir sem hafa fengið einn skammt af AstraZeneca og kjósa að fá seinni skammtinn frá Pfizer eru velkomnir.

Þriðjudaginn 13. júlí verður aftur bólusett með Pfizer og miðvikudaginn 14. júlí með Moderna og AstraZeneca. Eftir það verður gert hlé á bólusetningum fram í ágúst, þegar þær hefjast á ný en með breyttu sniði.

Á morgun verður hins vegar opið hús í Laugardalshöll frá kl. 10 til 13, þar sem fólk getur mætt og fengið fulla bólusetningu með bóluefninu frá Janssen. Þeir sem hafa þegar skráð sig í netspjallinu á heilsuvera.is eða á heilsugæslustöðvunum fá boð.

Alls hafa 75,8 prósent einstaklinga 16 ára og eldri verið fullbólusett og 12,9 prósent fengið fyrri skammtinn. Ef allt fer að óskum verða því nærri 90 prósent þjóðarinnar fullbólusett þegar bólusetningarátakið „fer í sumarfrí“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×