Neytendur

Lofa því að mjólkin sé „oft góð lengur“ en segir á fernunni

Snorri Másson skrifar
Best fyrir 07.07 - oft góð lengur, segir á nýjum mjólkurfernum gegn matarsóun.
Best fyrir 07.07 - oft góð lengur, segir á nýjum mjólkurfernum gegn matarsóun. Vísir

Mjólkurfernur Mjólkursamsölunnar hafa tekið breytingum. Nú er ekki aðeins gefin upp dagsetning sem mjólkin er „best fyrir“ heldur er þess nú sérstaklega getið á sama stað að hún sé „oft góð lengur.“

Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS, segir að þetta snúist um matarsóun og hvatningu til neytenda til að draga úr henni eins og kostur er.

„Við erum ekki að lofa því að mjólkin sé alltaf góð lengur – en bendum á að hún sé oft góð lengur,“ segir Guðný í svari til Vísis.

Nýja og gamla léttmjólkin.Vísir

Merkingin best fyrir merki í raun lágmarksgeymsluþol matvæla og gefi frekar til kynna gæði en öryggi matvæla.

„Matvörur sem eru merktar með „best fyrir“ eru oftast í lagi eftir þá dagsetningu svo lengi sem lykt og bragð er í lagi og ef varan hefur verið geymd rétt,“ segir Guðný.

Guðný segir að merkingar á borð við þessar hafi gefið góða raun í nágrannalöndum. Munur sé á merkingum um „best fyrir“ og „síðasta notkunardag“, en hið síðarnefnda er fremur notað á vörum sem eru viðkvæmari fyrir örveruvexti. Stranglegar er mælt með því að fylgja slíkum tilmælum en „best fyrir“-tilmælum, eins og lesa má um hér.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
3,12
25
452.643
SJOVA
2,27
25
193.534
ARION
2,16
46
1.361.687
MAREL
2,04
39
582.450
SIMINN
1,85
14
350.533

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-2,34
2
3.406
ICESEA
-1,18
7
13.751
BRIM
0
6
15.074
ORIGO
0
4
13.235
EIM
0
9
215.249
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.