Innlent

Fyrirsjáanlegt mikið djamm í miðborginni í nótt

Jakob Bjarnar skrifar
Veitingamenn eru nú í óða önn að huga að birgðastöðu sinni og kalla út starfsfólk: Það verður opið í nótt.
Veitingamenn eru nú í óða önn að huga að birgðastöðu sinni og kalla út starfsfólk: Það verður opið í nótt. vísir/tumi

Mikill viðbúnaður er hjá veitingamönnum sem búa sig undir annasama og fjöruga nótt.

Eins og fram var að koma hjá yfirvöldum hefur öllum takmörkunum vegna sóttvarna verið aflétt. Þessar nýju reglur taka gildi strax á miðnætt. Mikill viðbúnaður er hjá veitingamönnum vegna þessa.

„Ég var nú bara að frétta þetta núna,“ segir Jón Bjarni Steinsson veitingamaður á Dillon í samtali við Vísi. Hann segir þetta sannkölluð gleðitíðindi.

Þetta er mjög gleðilegt. Nú þarf að bæta við staffi og dyravörðum. Ég hef mestar áhyggjur af því að fá Andreu Jóns, 71 árs til að taka vakt til 3,“ segir Jón Bjarni sem hugsar upphátt.

Hann segist aðspurður búast við því að mikil hátíðarhöld brjótist út í miðborginni og standi þá langt fram eftir nóttu.

„Ég reikna með því. Það hafa nú verið hátíðahöld síðustu helgar – ég er að sjá sölutölur með þessa styttri opnun sem eru í takti við það sem var í gangi á sama tíma 2019 bæði fyrir gesti og starfsfólk. Ég er nú að fara að kaupa orkudrykki. Bæði fyrir gesti og starfsfólk.“

Jón Bjarni segir að tímasetningin á afléttingum sé ljómandi. Við erum að setja upp nýtt hljóðkerfi á Dillon. Og meðan á samtali við blaðamann stóð tókust samningar við rokkömmuna sjálfa, Andreu plötusnúð; hún tekur vaktina til lokunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×